Wednesday, July 24, 2013

Dagur 7 - sumir dagar..

Í dag vaknaði ég hrikalega seint og borðaði því morgunmat mjög seint, köllum það brunch :)

Ommeletta úr tveimur eggjum og slurk af rjóma,  með 2 beikonsneiðum, 1 skinkusneið og smá papriku og loks ostur ofan á. Framreitt með ferskum og góðum tómötum. 

Síðan borðaði ég 2 hrökkbrauðssneiðar með smjöri og 2 tómata... hmm veit ekki með það

Síðan borðaði ég grænmetissnakk frá Tyrells sem ég hélt að ætti að vera algjör snilld en nei nei... í því er bæði sykur og kartöflusterkja... 

Inni á  LKL síðunni á facebook koma alls kyns girnilegar uppskriftir, um daginn sá ég uppskrift af karamellufudge sem mig langaði að prófa og ákvað að prófa í kvöld. Alveg ágætt en kannski dálítið eins og að borða sykrað smjör....


Og já, nú er ég búin að vera viku í þessu LCHF brölti með smá undantekningum þar sem ég hef misstigið mig örlítið. Ég steig á vigtina í morgun og það er farið tæpt kíló. Væri nú alveg til í að vera laus við meira en kannski er það svindlið.... hmmm

No comments:

Post a Comment