Wednesday, July 24, 2013

Dagur 7 - sumir dagar..

Í dag vaknaði ég hrikalega seint og borðaði því morgunmat mjög seint, köllum það brunch :)

Ommeletta úr tveimur eggjum og slurk af rjóma,  með 2 beikonsneiðum, 1 skinkusneið og smá papriku og loks ostur ofan á. Framreitt með ferskum og góðum tómötum. 

Síðan borðaði ég 2 hrökkbrauðssneiðar með smjöri og 2 tómata... hmm veit ekki með það

Síðan borðaði ég grænmetissnakk frá Tyrells sem ég hélt að ætti að vera algjör snilld en nei nei... í því er bæði sykur og kartöflusterkja... 

Inni á  LKL síðunni á facebook koma alls kyns girnilegar uppskriftir, um daginn sá ég uppskrift af karamellufudge sem mig langaði að prófa og ákvað að prófa í kvöld. Alveg ágætt en kannski dálítið eins og að borða sykrað smjör....


Og já, nú er ég búin að vera viku í þessu LCHF brölti með smá undantekningum þar sem ég hef misstigið mig örlítið. Ég steig á vigtina í morgun og það er farið tæpt kíló. Væri nú alveg til í að vera laus við meira en kannski er það svindlið.... hmmm

Tuesday, July 23, 2013

Dagur 6 - pönnukökur fyrir alla, líka mig :)

Eftir sund í sólinni bauð ég börnunum upp á pönnukökur. Auðvitað langaði mig líka í pönnukökur en var ekki alveg til í að borða hveiti. Ég ákvað því að prófa að gera pönnukökur sem hentar LCHF mataræðinu. Eftir smá tilraunir við að þykkja deigið tókst mér að gera tvær nokkuð fínar pönnukökur, sem voru bara alveg ágætar. Þarf samt að betrumbæta uppskriftina og svo gæti alveg verið að ég deili henni hér á síðunni við tækifæri.

En hér eru matarmyndir dagsins:





Pönnukökurnar góðu með rjóma og nokkrum jarðarberjum

Kjúklingasalat, svakalega gott eftir heitan dag.



Monday, July 22, 2013

Dagur 5 - Freistingarnar eru allstaðar

Ég gelymdi ekki morgunmatsmyndinni...
Mmmm  egg og beikon :) 

Afgangur af moldvörpunni sem ég talaði um í gær....


Í kvöldmat var okkur boðið í Rizzo pizzu, ég fékk mér smá smakk af speltpizzu sem ég mæli ekki með að fólk kaupi sér í take away... kannski er hún betri nýkomin á borð en soðið kál er ekki alveg það besta...  Fékk mér svo kjúklingasalat þegar ég kom heim.... en gleymdi að taka mynd af því.


Sunday, July 21, 2013

Dagur 4 - Sunnudagur til sælu

Ég gleymdi morgunmatsmyndinni, þyrfti kannski að setja post-it miða á eggjabakkann?

Í snemmbúið kaffi var þessi gersemi á borðum....
LCHF súkkulaðimöffins með jarðarberjum og rjóma

"Moldvarpa" eða LCHF útgáfa af Sheperds pie. Uppskriftina má finna hér


Saturday, July 20, 2013

Dagur 3 - The danger of going to a birthday party...


Morgunmatur:  2 sneiðar af LCHF brauði með osti + tveir konfekt tómatar

Hádegismatur: MIA

Kaffi: 3 kökusneiðar og 3 brauðsneiðar í barnaafmæli


Salat með nautakjöti, eggi, fetaosti, avocado og honeymustard sósu

Friday, July 19, 2013

Dagur 2 - grilluð steik


Dagur tvö á LKL fæði. Ég á pínu erfitt með þetta af því að maturinn er ekki vigtaður eins var í GSA. Ég er hrædd um að borða of mikið eða jafnvel of lítið. Að borða þar til maður verður saddur er hugtak sem ég þekki ekki nógu vel. En hér er matardagbók dagsins.

Gleymdi að taka mynd af morgunmatnum. Egg og beikon

LCHF brauð með skinku og tómat og smá pítusósu fyrir bragðlaukana. 

Grillðu nautapiparsteik, grillaður halloumi ostur, grillaður rauðlaukur, grillaðir tómatar með hvítlaukssalti og osti, piparostasósa, guacamole og salat með fetaosti. Yuuuhumm :) 

Thursday, July 18, 2013

Dagur 1 - rjómasósur og beikon hér kem ég....


Þá er komið að því.... blogg um mat.... namm namm. Í þetta sinn LCHF mat. Í dag var fyrsti dagurinn minn en ég ætla að prófa þetta og sjá hvernig gengur :) Stefni að því að vera voða dugleg :)

Hér er fyrsti dagurinn:


2 Egg, tvær skinkusneiðar og ein handfylli af mozzarellaosti 
LCHF brauð, íssalat, tómatur, gúrka, egg, skinka og pítusósa

Nectar próteinsheik í laktósafrírri léttmjólk

Beikonvafin kjúklingabringa, smjörsteikt brokkolí, piparostasósa og hrúga af fersku salati